Ég hef ákveðið að blása nýju lífi í blogglíf mitt!
Ástæðan er sú að ég ætla að skrifa hér um líðan mína næstu 30 dagana. Þetta blogg er bara skrifað fyrir mig og ég ætla því ekkert að hafa hér kommentakerfi og kæri mig alveg kollótta um hvað öðrum finnst um svona blogg sem snýst allt um mig, mínar tilfinningar og sjálfsvorkunn ef svo ber undir!
Ég hef gert eftirfarandi samning við sjálfa mig:
Nafn:
Bryndís Garðarsdóttir
Dagsetning:
04.03.2012
Mín stærstu heilsu-, lífstíls-, næringar- og líkamsástandsmarkmið/-draumur:
Mig langar til að komast í gott líkamlegt form og léttast um ca. 20 kíló.
Hver eru mín aðal markmið fyrir næstu 6 mánuði:
Að komast í gott líkamlegt form og komast niður í 85 kg.
Hvar er ég núna samanborið við markmið mín
Ég er á byrjunarreit varðandi líkamlegt form og er 12-13 kílóum frá markmiði mínu.
Hversu miklum tíma ætla ég að verja til þess að ná þessum markmiðum mínum:
Ég ætla að fara í leikfimi þrisvar í viku hið minnsta. Að auki ætla ég að taka frá tíma á hverjum degi til að skipuleggja hvað ég kem til með að borða daginn eftir.
Hvaða tímamót eða framfarir get ég notað til þess a mæla árangur, framfarir og tímamót á þessum tíma:
Helstu tímamót sem ég get notað til að mæla árangur eru mánaðamót. Ég get einnig notað götuhlaup til að sjá hvort ég geti bætt tíma minn í þeim.
Hver er mín stærsta áskorun sem ég verð að yfirstíga til þess að ná markmiðum mínum:
Mín stærsta áskorun í fyrstu er að yfirstíga sykurfíknina en síðan verðuru það að halda mig við að skipuleggja matmálstíma næsta dags.
Hverjir eru mínir mestu styrkleikar sem ég hef til þess að ná árangri með markmiðin mín:
Ég get verið mjög skipulögð og hef gaman að því að setja upp skipulag sjónrænt.
Þrjú verkefni sem ég get gert daglega sem mun hjálpa mér að komast nær og nær heildarmarkmiðum mínum:
1. Byrja daginn á því að rifja upp þennan samning og taka meðvitaða ákvörðun um að ég ætli að lifa eftir samningnum þann daginn.
2. Ég get farið yfir daginn í lok dags og hrósað mér fyrir það sem gengur vel.
3. Ég get skrifað hér um það hvernig mér líður í lok hvers dags og þannig losað um óhollar tilfinningar. Hluti af því verður að vera að skrifa líka um hvað gekk vel hjá mér og þannig staðesta hrósið.
4.3.12
Dagbókarfærsla nr. 1
Posted by Lífið er yndislegt at 12:56 PM
Subscribe to:
Comment Feed (RSS)
|