Jæja, það gengur illa hjá mér að halda mig við að skrifa á hverjum degi! nú er kominn dagur 16 og so far eru farin rétt um 4 kíló! Magnað! Mér líður mjög vel og er ánægð með það sem ég er að borða. Ég sakna næstum því einskis ef frá er talið að geta fengið mér kökur í boðum. En það má svo sem ekki gleyma því að ég get alveg fengið mér hrákökur sem ég bjó til hér fyrir afmæli sem ég hélt um daginn. En ég er svo sem ekkert að velta mér uppúr því heldur! Sem sagt, gengur vel og líður enn betur!
12.3.12
Helgin
Jæja! Fyrsta helgin búin og ég enn á lífi!
Föstudagskvöldið gekk bara vel. Við fengum bara svolítið breyttan matseðil og ávexti í staðin fyrir ís í eftirrétt.
Helgin gekk svo bara ljómandi vel! Okkur tókst að fara algerlega eftir því sem var sett fyrir! Meira að segja tókst okkur að láta vínarbrauðin vera sem gestirnir okkar komu með!!! Þá var ég nú svolítið stolt af okkur c",)
Líðanin er líka allt önnur! Verkurinn í bakinu er farinn -fór á laugardaginn- og ég farin að geta teygt mig niður í gólf aftur!! újeee... Gaman að því sko!
Nú er næsta skref að mæta í ræktina! Jebb.. nú á að blasta kortið frá Baðhúsinu til þess að ég verði ekki bara heilbrigðari að innan! Það þarf að vinna eitthvað í vöðvagreyjunum líka þannig að maður hafi "lúkkið" líka! Muhahaha... Það er reyndar mjööög langt í það en hver veit... kannski hrekkur brunavélin í gang við það!
Inntil videre!
Posted by Lífið er yndislegt at 3:35 AM |
9.3.12
Dagur 3
Afgangurinn af gærdeginum:
Dagurinn og kvöldið gekk ágætlega. Við elduðum samkvæmt plani og borðuðum líka samkvæmt plani! Það var ljómandi alveg og engir sérstakir eftirmálar af því svo sem. Seinna um kvöldið ágerðust svo verkirnir sem ég er búin að vera með í mjóbakinu og leiða út í mjaðmir og ég var vægast sagt að drepast í nótt!! Svo mikið að ég vaknaði, fór fram úr og flúði í rúm þar sem ég gæti snúið mér og bylt að vild. (3 af 4 komnar uppí strax um miðnættið!
Dagurinn í dag:
Ég bjó til Chia graut með eplum, rúsínum og smá kanil sem kom vægast sagt á óvart því að hann var bara alveg ágætur! En ég var orðin svöng þegar ég kom í vinnuna þannig að það hefur annað hvort vantað eitthvað eða ég ekki komið alveg nógu miklu niður!
En ég fékk mér bara banana sem var á prógramminu hjá mér og það var bara fínt.
Í hádeginu var pantaður sérstakur gluten frír matur fyrir mig þannig að ég gat borðað með öllum hinum í vinnunni. Það var mjög ánægjulegt að þurfa ekki að vera með salat að heiman -sér í lagi þar sem að maturinn kláraðist í gærkvöldi og ég átti ekki efnivið í hádegis-afganga-salat!!
Svo er að sjá hvernig kvöldið gengur... við JES erum að fara út að borða með vinnufélögum hans og ég er staðráðin í að halda mig við prógrammið -no matter what! Ég kannski hringi bara og læt vita svona "på forhånd".
Posted by Lífið er yndislegt at 5:43 AM |
8.3.12
Dagur 2
Þá er dagur 2 runninn upp! Ég ætla að byrja á því að vera með smá rapport um gærdaginn:
Dagur 1 gekk ágætlega. Reyndar var JES ekki heima á matmálstímanum þannig að ég nennti ekki að elda! Ég vippaði upp pylsupasta fyrir stelpurnar en fékk mér náttúrlega ekki! Ég fékk mér hins vegar tvær glúteinlausar brauðsneiðar með hnetusmjöri og banana um 5 leytið og lét það bara nægja! Ég varð samt aldrei svöng og þar sem ég sofnaði bara í sófanum yfir sjónvarpinu (þreytt eftir saumaklúbbinn) þá bjargaðist það alveg þó svo að kvöldmatinn skorti!
Og þá að degi tvö!
Á matseðlinum var appelsínusmoothie sem ég kom alveg niður. Það var ansi magnað samt að í honum var bæði kókosmjólk OG kókosolía! Ég sleppti kókosolíunni af því að það er svo sterk lykt af henni að hún yfirgnæfir allt og þá er ég í vandræðum með að koma henni niður. Að auki voru 2 egg sem ég skellti í undir lokin! Sniðugt því þá er fullt af prótíni í drykknum og þ.a.l. verður maður saddur lengur!
EN... skrokkurinn á mér er örugglega eitthvað að af-sykra sig því að ég er gersamlega að drepast úr bak og liðverkjum! Það er eins gott að þetta ástand taki enda því að þetta er ekki skemmtileg líðan! Svo þarf ég líka að venjast því að vera að borða svona mikla fitu! Hún fer ekkert sérlega vel í magann á mér en kannski lagast það bara! Ég er núna sem sagt búin að fara í eina heimsókn á postulínið þar sem ég skilaði hluta bara í fljótandi formi... sorrý... ekki smart en þetta er bara gert fyrir mig til að geta rifjað upp síðar!
En ég er í smá klandri með hádegismatinn út af því að ég eldaði ekki í gær! Hádegissalatið átti nefnilega að innihalda kjúklinginn sem hefði átt að vera afgangs í gær! Ég græja það nú samt bara með því að verða mér út um kjúklingabaunir eða hnetur yfir salatið! En núna mundi ég eftir því að taka með mér ólífuolíu til að setja yfir salatið! Gott hjá mér!
Kvöldið verður svo reifað á morgun!
Posted by Lífið er yndislegt at 1:49 AM |
7.3.12
Dagur 1
Morguninn búinn. Bjó til boozt sem ég ætlaði ekki að koma niður! Ekki vegna þess að booztið hafi verið vont heldur vegna slæmrar reynslu fyrir nokkru síðan. En... ég kom niður ca. 1/2 af því sem ég hefði átt að koma niður! En það verður nú vonandi bara í lagi!
Það eru núna liðnir 2 heilir dagar frá því að ég hætti að drekka kaffi og ég er ennþá ekki að deyja! En reyndar fór ég í saumaklúbb í gær sem varði lengi frameftir þannig að ég verð örugglega eins og ræfill hér síðar í dag! Meira um það síðar!
Posted by Lífið er yndislegt at 1:44 AM |
4.3.12
Dagbókarfærsla nr. 1
Ég hef ákveðið að blása nýju lífi í blogglíf mitt!
Ástæðan er sú að ég ætla að skrifa hér um líðan mína næstu 30 dagana. Þetta blogg er bara skrifað fyrir mig og ég ætla því ekkert að hafa hér kommentakerfi og kæri mig alveg kollótta um hvað öðrum finnst um svona blogg sem snýst allt um mig, mínar tilfinningar og sjálfsvorkunn ef svo ber undir!
Ég hef gert eftirfarandi samning við sjálfa mig:
Nafn:
Bryndís Garðarsdóttir
Dagsetning:
04.03.2012
Mín stærstu heilsu-, lífstíls-, næringar- og líkamsástandsmarkmið/-draumur:
Mig langar til að komast í gott líkamlegt form og léttast um ca. 20 kíló.
Hver eru mín aðal markmið fyrir næstu 6 mánuði:
Að komast í gott líkamlegt form og komast niður í 85 kg.
Hvar er ég núna samanborið við markmið mín
Ég er á byrjunarreit varðandi líkamlegt form og er 12-13 kílóum frá markmiði mínu.
Hversu miklum tíma ætla ég að verja til þess að ná þessum markmiðum mínum:
Ég ætla að fara í leikfimi þrisvar í viku hið minnsta. Að auki ætla ég að taka frá tíma á hverjum degi til að skipuleggja hvað ég kem til með að borða daginn eftir.
Hvaða tímamót eða framfarir get ég notað til þess a mæla árangur, framfarir og tímamót á þessum tíma:
Helstu tímamót sem ég get notað til að mæla árangur eru mánaðamót. Ég get einnig notað götuhlaup til að sjá hvort ég geti bætt tíma minn í þeim.
Hver er mín stærsta áskorun sem ég verð að yfirstíga til þess að ná markmiðum mínum:
Mín stærsta áskorun í fyrstu er að yfirstíga sykurfíknina en síðan verðuru það að halda mig við að skipuleggja matmálstíma næsta dags.
Hverjir eru mínir mestu styrkleikar sem ég hef til þess að ná árangri með markmiðin mín:
Ég get verið mjög skipulögð og hef gaman að því að setja upp skipulag sjónrænt.
Þrjú verkefni sem ég get gert daglega sem mun hjálpa mér að komast nær og nær heildarmarkmiðum mínum:
1. Byrja daginn á því að rifja upp þennan samning og taka meðvitaða ákvörðun um að ég ætli að lifa eftir samningnum þann daginn.
2. Ég get farið yfir daginn í lok dags og hrósað mér fyrir það sem gengur vel.
3. Ég get skrifað hér um það hvernig mér líður í lok hvers dags og þannig losað um óhollar tilfinningar. Hluti af því verður að vera að skrifa líka um hvað gekk vel hjá mér og þannig staðesta hrósið.
Posted by Lífið er yndislegt at 12:56 PM |