22.3.12

Dagur 16

Jæja, það gengur illa hjá mér að halda mig við að skrifa á hverjum degi! nú er kominn dagur 16 og so far eru farin rétt um 4 kíló! Magnað! Mér líður mjög vel og er ánægð með það sem ég er að borða. Ég sakna næstum því einskis ef frá er talið að geta fengið mér kökur í boðum. En það má svo sem ekki gleyma því að ég get alveg fengið mér hrákökur sem ég bjó til hér fyrir afmæli sem ég hélt um daginn. En ég er svo sem ekkert að velta mér uppúr því heldur! Sem sagt, gengur vel og líður enn betur!