12.3.12

Helgin

Jæja! Fyrsta helgin búin og ég enn á lífi!

Föstudagskvöldið gekk bara vel. Við fengum bara svolítið breyttan matseðil og ávexti í staðin fyrir ís í eftirrétt.

Helgin gekk svo bara ljómandi vel! Okkur tókst að fara algerlega eftir því sem var sett fyrir! Meira að segja tókst okkur að láta vínarbrauðin vera sem gestirnir okkar komu með!!! Þá var ég nú svolítið stolt af okkur c",)

Líðanin er líka allt önnur! Verkurinn í bakinu er farinn -fór á laugardaginn- og ég farin að geta teygt mig niður í gólf aftur!! újeee... Gaman að því sko!

Nú er næsta skref að mæta í ræktina! Jebb.. nú á að blasta kortið frá Baðhúsinu til þess að ég verði ekki bara heilbrigðari að innan! Það þarf að vinna eitthvað í vöðvagreyjunum líka þannig að maður hafi "lúkkið" líka! Muhahaha... Það er reyndar mjööög langt í það en hver veit... kannski hrekkur brunavélin í gang við það!

Inntil videre!