8.3.12

Dagur 2

Þá er dagur 2 runninn upp! Ég ætla að byrja á því að vera með smá rapport um gærdaginn:
Dagur 1 gekk ágætlega. Reyndar var JES ekki heima á matmálstímanum þannig að ég nennti ekki að elda! Ég vippaði upp pylsupasta fyrir stelpurnar en fékk mér náttúrlega ekki! Ég fékk mér hins vegar tvær glúteinlausar brauðsneiðar með hnetusmjöri og banana um 5 leytið og lét það bara nægja! Ég varð samt aldrei svöng og þar sem ég sofnaði bara í sófanum yfir sjónvarpinu (þreytt eftir saumaklúbbinn) þá bjargaðist það alveg þó svo að kvöldmatinn skorti!

Og þá að degi tvö!

Á matseðlinum var appelsínusmoothie sem ég kom alveg niður. Það var ansi magnað samt að í honum var bæði kókosmjólk OG kókosolía! Ég sleppti kókosolíunni af því að það er svo sterk lykt af henni að hún yfirgnæfir allt og þá er ég í vandræðum með að koma henni niður. Að auki voru 2 egg sem ég skellti í undir lokin! Sniðugt því þá er fullt af prótíni í drykknum og þ.a.l. verður maður saddur lengur!
EN... skrokkurinn á mér er örugglega eitthvað að af-sykra sig því að ég er gersamlega að drepast úr bak og liðverkjum! Það er eins gott að þetta ástand taki enda því að þetta er ekki skemmtileg líðan! Svo þarf ég líka að venjast því að vera að borða svona mikla fitu! Hún fer ekkert sérlega vel í magann á mér en kannski lagast það bara! Ég er núna sem sagt búin að fara í eina heimsókn á postulínið þar sem ég skilaði hluta bara í fljótandi formi... sorrý... ekki smart en þetta er bara gert fyrir mig til að geta rifjað upp síðar!

En ég er í smá klandri með hádegismatinn út af því að ég eldaði ekki í gær! Hádegissalatið átti nefnilega að innihalda kjúklinginn sem hefði átt að vera afgangs í gær! Ég græja það nú samt bara með því að verða mér út um kjúklingabaunir eða hnetur yfir salatið! En núna mundi ég eftir því að taka með mér ólífuolíu til að setja yfir salatið! Gott hjá mér!

Kvöldið verður svo reifað á morgun!