9.3.12

Dagur 3

Afgangurinn af gærdeginum:

Dagurinn og kvöldið gekk ágætlega. Við elduðum samkvæmt plani og borðuðum líka samkvæmt plani! Það var ljómandi alveg og engir sérstakir eftirmálar af því svo sem. Seinna um kvöldið ágerðust svo verkirnir sem ég er búin að vera með í mjóbakinu og leiða út í mjaðmir og ég var vægast sagt að drepast í nótt!! Svo mikið að ég vaknaði, fór fram úr og flúði í rúm þar sem ég gæti snúið mér og bylt að vild. (3 af 4 komnar uppí strax um miðnættið!

Dagurinn í dag:
Ég bjó til Chia graut með eplum, rúsínum og smá kanil sem kom vægast sagt á óvart því að hann var bara alveg ágætur! En ég var orðin svöng þegar ég kom í vinnuna þannig að það hefur annað hvort vantað eitthvað eða ég ekki komið alveg nógu miklu niður!
En ég fékk mér bara banana sem var á prógramminu hjá mér og það var bara fínt.
Í hádeginu var pantaður sérstakur gluten frír matur fyrir mig þannig að ég gat borðað með öllum hinum í vinnunni. Það var mjög ánægjulegt að þurfa ekki að vera með salat að heiman -sér í lagi þar sem að maturinn kláraðist í gærkvöldi og ég átti ekki efnivið í hádegis-afganga-salat!!

Svo er að sjá hvernig kvöldið gengur... við JES erum að fara út að borða með vinnufélögum hans og ég er staðráðin í að halda mig við prógrammið -no matter what! Ég kannski hringi bara og læt vita svona "på forhånd".